Handbolti

Ný varnar­taktík ÍR vekur at­hygli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik hjá ÍR í vetur.
Úr leik hjá ÍR í vetur. Vísir/Vilhelm

ÍR ákvað að prófa nýja varnartaktík í leik liðsins gegn Val í gærkvöld. Liðin mættust í Austurbergi og þó Valsmenn hafi unnið leikinn með átta mörkum, 30-22, þá var atvik um miðbik síðari hálfleiks sem stóð upp úr.

Eftir mjög langa sókn heimamanna fór eitthvað úrskeiðis í skipulaginu og óvænt voru sjö útileikmenn í vörn og alls átta ÍR-ingar inn á ef markvörður liðsins er talinn með. Sjá má skjáskot af umræddu atviki hér að neðan.

Aðeins var um nokkrar sekúndur að ræða en ÍR-ingar ákváðu að slá þessu upp í grein á Twitter-aðgangi sínum.

„Við viljum benda á að við í Breiðholtinu höfum fundið lausnina á 7 á 6,“ segir til að mynda í tísti ÍR um leikinn. Eins og áður sagði þá vann Valur leikinn með átta marka mun og ÍR því sem fyrr án stiga á botni deildarinnar.

Atvikið skondna má sjá hér að neðan. Sókn ÍR-ingar renndur út í sandinn á 1:05:25 og í kjölfarið fer Valur í sókn sem endar með því að heimamenn eru manni fleiri í vörn.


Tengdar fréttir

Kristinn um dómarana: Þeir eru bara lélegir

,,Þetta var erfiður kafli í fyrri hálfleik þar sem þetta fer úr 8-7 í 14-7 eða eitthvað svoleiðis. Þar sem við klikkum og þeir skora,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR eftir tapið á móti Val í Olís deild karla í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.