Körfubolti

NBA dagsins: Phoenix Suns er komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul hefur gerbreytt hinu unga liði Phoenix Suns en hér fagnar hann með Deandre Ayton.
Chris Paul hefur gerbreytt hinu unga liði Phoenix Suns en hér fagnar hann með Deandre Ayton. Getty/Hannah Foslien

Phoenix Suns er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta og eftir síðustu leikina fyrir Stjörnuleikinn þá eru Suns menn komnir upp í annað sætið í Vesturdeildinni.

Phoenix Suns þakkaði pent fyrir sig á móti Golden State Warriors en Golden State menn mættu til leiks án þeirra Stephen Curry, Draymond Green og Kelly Oubre Jr.

Suns liðið vann leikinn örugglega 120-98 og hefur þar með unnið sextán af síðustu nítján leikjum sínum. Velgengin hófst 28. janúar síðastliðinn og nú er liðið komið upp fyrir bæði Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers. Aðeins Utah Jazz er með betra sigurhlutfall í Vesturdeildinni.

Cameron Payne skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix og Devin Booker var með 16 stig en alls skoruðu sjö leikmenn liðsins yfir tíu stig. Jae Crowder var þannig með 14 stig, Deandre Ayton bætti við 11 stigum og 10 frálöstum, Chris Paul skoraði tíu stig og þeir Abdel Nader (14 stig) og Dario Saric (13 stig) komu sterkir inn af bekknum með fyrrnefndum Payne.

Boston Celtics fer inn í Stjörnuhelgina með fjóra sigra í röð eftir 132-125 sigur á Toronto Raptors og Washington Wizards vann Los Angeles Clippers 119-117 þökk sé stjörnuleik frá þeim Bradley Beal (33 stig) og Russell Westbrook (27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst).

Það má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar hér fyrir neðan.

Klippa: NBA dagsins (frá 4. mars 2021)
NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.