Sport

Dagsetningarnar sem skipta öllu máli á nýju CrossFit tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum árið 2016 ásamt Tia-Clair Toomey, sem var í öðru sæti. Toomey hefur unnið alla heimsmeistaratitlana síðan þá.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum árið 2016 ásamt Tia-Clair Toomey, sem var í öðru sæti. Toomey hefur unnið alla heimsmeistaratitlana síðan þá. Instagram/@crossfitgames

Nýtt CrossFit tímabil hefst 11. mars næstkomandi eða eftir eina viku. Næstu mánuðir fara í það hjá besta CrossFit fólki heims að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna í haust.

Fyrsti hluti tímabilsins er opni hlutinn þar sem keppendur fá þrjár vikur af The Open og góður árangur þeirra þar mun skila þeim áfram í undankeppni heimsleikanna.

Átta liða úrslitin eru í apríl, 8. til 11. apríl hjá einstaklingum en 22. til 25. apríl hjá liðum. Átta liða úrslitin fara fram í gegnum netið og viðkomandi keppnendur gera því æfingarnar í sínum heimastöðum.

Undanúrslitin í júní eru síðan tíu mismunandi mót út um allan heim sem gefa hvert og eitt sæti á heimaleikunum. Íslensku keppendurnar þurfa að fara í gegnum mótin í Evrópu til að komast á leikana nema þau sem stunda æfingar erlendis.

Tvö undanúrslitamót fara fram í Evrópu en hvort þeirra verður með 30 konur, 30 karla og 20 lið. Eitt sæti á heimsleikana verður í boði í öllum flokkunum þremur á hverju móti. Mótin í Evrópu fara fram í Þýskalandi og Hollandi en það eru German Throwdown og CrossFit® Lowlands Throwdown sem verður 11. til 13. júní í Apeldoorn.

Undankeppnin endar síðan á „síðasta sjéns“ mótinu sem fer fram 2. til 3. júlí en þar fá þeir sem eru ekki komnir með þátttökurétt á heimsleikunum tækifæri til að bæta úr því.

Heimsleikarnir í ár eiga síðan að fara fram á Madison í Wisconsin fylki frá 26. til 31. júlí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir allar dagsetningarnar sem skipta öllu máli á nýju CrossFit tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×