Körfubolti

Bikar­meistararnir ekki í vand­ræðum með Breiða­blik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keira átti frábæran leik í kvöld.
Keira átti frábæran leik í kvöld. vísir/daníel

Skallagrímur vann öruggan sigur á Breiðablik, 80-48, í Domino’s deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Borgarnesi. Leikurinn var liður í tólftu umferð deildarinnar.

Skallagrímur byrjaði betur og leiddi 17-10 eftir fyrsta leikhlutann og var svo 34-19 yfir eftir fyrri hálfleikinn.

Þá forystu lét Skallagrímur aldrei af hendi og munurinn varð að endingu 32 stig, 80-48.

Keira Breeanne Robinson skoraði 31 stig fyrir Skallagrím og tók átta fráköst. Sanja Orozovic bætti við fjórtán stigum, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jessica Kay Loera gerði þrettán stig fyrir Breiðablik, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir bætti við tólf stigum og tók fjórtán fráköst.

Skallagrímur er með tólf stig í fimmta sætinu eftir sigurinn á meðan Breiðablik er með sex stig í sjötta sæti deildarinnar.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.