Handbolti

Afturelding skoraði 36 mörk fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Afturelding fór hamförum á Akureyri.
Afturelding fór hamförum á Akureyri. vísir/huldamargrét

Afturelding vann góðan sigur á Þór er liðin mættust á Akureyri í Olís-deild karla fyrr í dag, 36-24. Sigurinn var aldrei í hættu.

Afturelding var komið fjórum mörkum yfir, 10-6, eftir stundarfjórðung en þeir leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 18-15.

Mosfellingar áttu ekki í miklum vandræðum með að skora og léku sér að heimamönnum í síðari hálfleik. Munurinn varð að endingu tólf mörk, 36-24.

Ihor Kopyshynskyi skoraði sex mörk fyrir Þór og Sigurður Kristórfer Skjaldarsson fimm. Arnór Þorri Þorsteinsson, Karolis Stropus og Þórður Ágústsson gerðu þrjú mörk hver.

Blær Hinriksson gerði níu mörk fyrir Aftureldingu og Gunnar Kristinn Malquist Þórsson átta. Guðmundur Bragi Ástþórsson gerði fimm mörk.

Afturelding er með fimmtán stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar en Þórsarar eru í vondum málum; með fjögur stig, í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×