Aðgerðaleysi Vesturlanda í loftslagsmálum gerir okkur dauðasek Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 25. febrúar 2021 11:31 Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun