Tveir Valsarar í bann eftir lætin á Akureyri en ÍBV ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 11:00 Stiven Tobar Valencia missti stjórn á skapi sínu á Akureyri. vísir/Hulda Margrét Valsmenn verða án tveggja öflugra leikmanna vegna leikbanns, í stórleiknum við FH næsta mánudagskvöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“
Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48