Tveir Valsarar í bann eftir lætin á Akureyri en ÍBV ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 11:00 Stiven Tobar Valencia missti stjórn á skapi sínu á Akureyri. vísir/Hulda Margrét Valsmenn verða án tveggja öflugra leikmanna vegna leikbanns, í stórleiknum við FH næsta mánudagskvöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“
Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48