Svandís ekki gera það! Gylfi Þór Gíslason skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar