42 prósent líklegri að ná markmiðunum þínum ef þú ferð að ráðum Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir hvetur fylgjendur sína til að setja sér markmið. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur talað lengi fyrir mikilvægi markmiðssetningar og hún hvetur sína fylgjendur til að fara að ráðum sínum í nýjum pistli. Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn.
CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira