Tímarnir breytast og löggjöfin með Una Hildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Alþingi Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Stafrænt ofbeldi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar