Körfubolti

Strákarnir voru hrifnari af Tinda­stól: „Ég dýrka að horfa á hann spila körfu­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jaka Brodnik og félagar í Tindastóli hafa nú unnið tvo heimaleiki í röð.
Jaka Brodnik og félagar í Tindastóli hafa nú unnið tvo heimaleiki í röð. vísir/daníel

Kjartan Atli Kjartansson, Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru hrifnir af því hvernig Tindastóls-liðið spilaði í sigurleiknum gegn Grindavík á fimmtudagskvöldið.

Gengi Tindastóls hefur verið upp og ofan það sem af er leiktíð en Jaka Brodnik og Nick Tomsick voru í flottu formi á fimmtudagskvöldið í mikilvægum sigri Stólanna á heimavelli.

„Síðustu hundrað og fimmtíu sekúndurnar var Jaka Brodnik með ellefu stig. Hann kláraði þennan leik. Þetta er svo ofboðslega góður leikmaður. Ég dýrka að horfa á hann,“ sagði Kjartan.

Jón Halldór sagði fyrr á leiktíðinni að hann vildi sjá Stólana losa sig við Tomsick en hann hreifst af honum á fimmtudag.

„Mér finnst frábært að þú hafir verið að tala um Jaka þarna en það sem ég tók út úr þessu er að Nick Tomsick var að gefa boltann. Í alvöru talað!“

„Það hvar Jaka Brodnik spilar hefur mikil áhrif en Tomsick hefur verið að spila mjög vel líka,“ bætti Sævar.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tindastóls umræða

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×