Aron átti eins og áður sagði flottan leik í því sem var á endanum öruggur sigur en staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Börsungar hafa hins vegar verið óstöðvandi það sem af er tímabili og unnið alla leiki sína. Það kom því ekki á óvart er þeir tóku öll völd á vellinum í kvöld og unnu sjö marka sigur, lokatölur 37-30.
Aron skoraði sex mörk í liði Börsunga. Aðeins Aleix Gómez Abelló skoraði fleiri mörk en Aron í liði Börsunga en hann skoraði tíu talsins.
WATCH: It's so COOL seeing the ICE [land] man back on a handball court.
— EHF Champions League (@ehfcl) February 9, 2021
After missing the 2021 @ihf_info Men's World Championship, Aron Palmarsson is back on court doing what he does best, for @FCBhandbol, against @telekomveszprem in the #ehfcl. pic.twitter.com/khZUZ9pBqb
Barcelona trónir sem fyrr á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir tíu leiki. Er liðið með sjö stiga forystu á Veszprém sem er í öðru sæti.
Í Evrópudeildinni fór Magdeburg mikinn í Tyrklandi en liðið vann 19 marka sigur á Besiktes, lokatölur 41-22. Ómar Ingi skoraði tíu mörk og var markahæstur í þýska liðinu. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk í leiknum. Magdeburg er á toppi C-riðils með 10 stig að loknum sex leikjum.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk í góðum sigri Rhein-Neckar Löwen sem vann sex marka útisigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu, lokatölur 35-29. Löwen er á toppi D-riðils með 11 stig að loknum sex leikjum.
Þá skoraði Aron Dagur Pálsson eitt mark er sænska liðið Alingsås tapaði með fimma mörkum á útivelli gegn króatíska liðinu Nexe. Alingsås er í 5. sæti C-riðils með fjögur stig.