Körfubolti

Mikil spenna og mikið skorað í NBA í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron James var frábær er Lakers þurfti framlengingu til að landa sigri gegn Detroit Pistons.
LeBron James var frábær er Lakers þurfti framlengingu til að landa sigri gegn Detroit Pistons. Getty/Harry How

Það fóru nokkrir rosalegir leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Detroit Pistons, Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors í háspennuleik og Atlanta Hawks unnu Toronto Raptors.

Lakers þurftu framlengingu til að landa sigri gegn Detroit Pistons en meistararnir höfðu tapað óvænt fyrir Pistons fyrr á leiktíðinni. Lokatölur í nótt 135-129 þar sem LeBron James og Anthony Davis fóru á fostum. LeBron skoraði 33 stig á meðan Davis skoraði 30. Þá gerði Dennis Schröder 22 stig.

Dallas vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 134-132. Luka Doncic fór hamförum í liði Dallas en hann skoraði 42 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Steph Curry gerði gott betur en hann skoraði 57 stig í leiknum.

Atlanta Hawks vann 11 stiga sigur á Toronto Raptors, 132-121. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks með 28 stig og 13 stoðsendingar. Chris Boucher var stigahæstur Toronto-manna með 29 stig.

Önnur úrslit

Orlando Magic 92-118

Houston Rockets 106-111 San Antonio Spurs

Cleveland Cavaliers 99-124 Milwaukee Bucks

Philadelphia 76ers 124-108 Brooklyn Nets

Oklahoma City Thunder 120-118 Minnesota Timberwolves

New Orleans Pelicans 118-109 Memphis Grizzlies


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×