Tuð á twitter Egill Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Egill Þór Jónsson Nagladekk Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun