Handbolti

Daníel Freyr frá­bær gegn Ólafi og Teiti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Freyr lék með Val áður en hann hélt til Svíþjóðar.
Daníel Freyr lék með Val áður en hann hélt til Svíþjóðar. Vísir/Bára

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti hörkuleik er Eskilstuna GUIF vann nauman eins marks sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur 29-28.

Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda en á endanum hafði GUIF betur í hörku leik en munurinn gat ekki verið minni. GUIF getur þakkað stórleik Daníels í marki liðsins fyrir stigin tvö en alls varði hann 17 skot í leiknum og var með 39 prósent markvörslu.

Í liði Kristianstad var Teitur Örn Einarsson með fjögur mörk en Ólafur Andrés Guðmundsson þandi netmöskvana aðeins einu sinni.

GUIF er nú í 10. sæti með 17 stig að loknum 20 leikjum á meðan Kristianstad er í 7. sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×