Hagsmunir íslenskra kvenna? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:30 Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar