Hagsmunir íslenskra kvenna? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:30 Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar