Körfubolti

Segja Hauka líta verst út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Barja og félagar í Haukum eru í mótvindi.
Emil Barja og félagar í Haukum eru í mótvindi. vísir/vilhelm

Haukar eru með slakasta lið Domino's deildar karla um þessar mundir. Þetta segja strákarnir í Sportinu í dag.

Haukar biðu lægri hlut fyrir KR, 87-103, á sunnudaginn. Þetta var fimmta tap Hauka í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með einungis tvö stig. Næstu leikir Hauka eru mjög krefjandi, svo ekki sé meira sagt.

„Haukar eru að fara í alvöru prógramm, þetta er Tindastóll, Valur, svo eiga þeir Hött og Þór Ak. Þessir fjórir leikir gætu skorið úr um hver framtíð liðsins verður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Sportinu í dag. 

Hann segir að Haukar liti verst út af öllum liðum deildarinnar þótt vissulega beri að taka það með í reikninginn að þeir séu án bandarísks leikmanns. Earvin Morris kom til Hauka fyrir tímabilið en meiddist illa og verður ekkert með í vetur.

„Þeir þurfa leikmann sem getur farið inn á völlinn og eru að skoða bandarískan leikmann. Það þarf að gerast hratt,“ sagði Kjartan Atli.

„Það er ekki hlaupið að þessu núna. Það er búið að herða regluverkið í kringum þetta. Áður fyrr var það þannig að menn gátu nánast lent og farið beint í að spila. Nú þarf að klára atvinnuleyfi og sóttkví.“Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.