Opið bréf til formanns Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 2. febrúar 2021 07:31 Sæll félagi Logi Már Einarsson. Ástæða þess að ég sendi þetta bréf fyrir framan alþjóð er sú, að ég heyrði skýringu þína í fjölmiðlum þegar út spurðist, að Ágústi Ólafi alþingismanni Samfylkingarinnar hafði verið sparkað niður framboðslista flokksins. Þú sagðir að þetta væri lýðræðislega fengin niðurstað í 14 manna uppstillingarnefnd. Sú skýring þín er alröng. Niðurstaðan var studd með fjórum atkvæðum í stjórn fulltrúaráðsins. (Fjórmenninga klíku að hætti Marxista.) Þar er okkar lýðræði í dag. Vegna góðra kynna við þig Logi er ég sannfærður um að þú hafir ekki fengið aðra vitneskju en þá, að um hafi verið að ræða hóp 14 fulltrúa. Skoðanakönnun Gallup Ég sat sjálfur í 14 manna nefndinni og studdi þar Ágúst Ólaf sitjandi þingmann okkar í fyrsta sæti. Áður en formleg störf uppstillingarnefndar hófust, skýrði ég frá nýrri skoðanakönnun, sem ég hafði vitneskju um. Þegar ég sagði af mér nefndarstörfum og gekk af fundi nefndarinnar, þá tók ég skýrt fram að fyrri vitneskja mín um skoðanakönnun, sem ég bar inn í nefndina í upphafi, félli ekki undir þagnarheit mitt sem nefndarmanns. Ég myndi því skýra frá henni teldi ég þess þörf. Og nú tel ég Logi, fulla þörf að upplýsa flokksfólk um það mál. Þessi skoðanakönnun, sem full ástæða er til að taka mark á sýndi, að í kjördæmi Ágústar mældist Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Könnunin sýndi líka að í kjördæmi Ágústar hafði Samfylkingin hæst hlutfall fylgis hjá ungu fólki. Ég veit Logi, að þér ætti að vera fært að sjá þessa könnun, sem Gallup framkvæmdi. M/fs; Má ekkert segja hér gott um þennan mann? Verkefni uppstillingarnefndar var að raða saman sigurstranglegum lista. Ég benti á, að samkvæmt þessari skoðanakönnun hefðu kjósendur í kjördæmi Ágústar þegar valið, hvað þeim þætti best. Það fellur síðan undir þagnarskyldu mína að þegja yfir sérkennilegum viðbrögðum sumra nefndarmanna við þeim upplýsingum, sem þessi könnun birti okkur. Þau viðbrögð komu mér svo mikið á óvart, að ég missti út úr mér og kallaði yfir salinn; „má ekkert gott segja hér um þennan mann?“ Atkvæðagreiðslur Það var smíðað í reglur nefndarinnar, að ef ekki næðist sátt um skipan listanna þá skildi endanleg ákvörðun fara til kjörinna fulltrúa í stjórn fulltrúaráðsins. Þegar uppstillinganefndin hafði rætt mál Ágústar á mörgum fundum óskaði ég eftir atkvæðagreiðslu til, að kanna stuðning við Ágúst í annað sæti. Svarið var trúboðalegt: Við eigum ekki að ná niðurstöðu með því að bera hvert annað ofurliði með atkvæðum. Þetta er dæmi um Stalíníska vörn móti lýðræði. Það skaut því nokkuð skökku við þegar formaður nefndarinnar tók mál Ágústar Ólafs eitt og sér til atkvæða og ákvörðunar í stjórn fulltrúaráðsins þar, sem hann er formaður. Atkvæða greiðslan var um það, hvort taka ætti tilboði Ágústar um að vera í 2. sæti. Nú er spurt Hvernig var þessi atkvæðagreiðsla í stjórn Fulltrúaráðsins. Var hún í heyranda hljóði eins og aðrar á fundum uppstillingarnefndarinnar? Eða var atkvæðum safnað með símtölum formanns við einn og einn í stjórninni? Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt þannig, að Þrír studdu tilboð Ágústar að vera í öðru sæti í Rvk.suður. Fjórir höfnuðu tilboði þingmanns flokksins um, að taka 2. sæti. Skrípaleikur Ágústi verður sparkað út af þingi með skóför (fjórmenningaklíkunnar) á rassinum. Orðstír klíkunnar mun lengi lifa. Ekki síst vegna þess að þessi skrípaleikur mun draga mjög úr fylgi flokksins í komandi kosningum. Og valda lamandi illdeilum. Þetta veit ég eftir urmul af símtölum frá fólki sem fordæmir aðför stjórnar fulltrúaráðsins að Ágústi Ólafi. Launsátrið. Sporin hræða. Það var ekkert við það að athuga árið 2015 að bjóða fram gegn Árna Páli, formanni. En launsátrið, sem blasti við þjóðinni, þegar tilkynnt var um framboð gegn honum í kvöldfréttum daginn fyrir setningu landsfundar, og vitneskjan um hvernig að því framboði var unnið, ofbauð réttlætiskennd flokksfólks og almennings. Flokkurinn missti andlitið og uppskar almenna skömm og andúð. Fólk vildi ekkert hafa með þannig flokk að gera. Flokkurinn hrundi í öllum kjördæmum og náði hvergi þingmanni nema í Norð-austur kjördæmi. Þar átti Framsóknarflokkurinn í vanda og nærri níu hundruð kjósendur strikuðu Sigmund Davíð út. Framsóknarfólk á Akureyri lét sér ekki nægja að útstrika Sigmund D. Það kaus í staðinn góðan samstarfsmann sinn í Bæjarstjórn Akureyrar Loga Má Einarsson. Þannig björguðu Sigmundur Davíð og Logi Már Samfylkingunni frá örlögum risaeðlanna. Hvað skal gera? Ég veit vel Logi og ég met það við þig, að þú villt ekki blanda þér í skipan framboða í einstöku kjördæmum. En í Reykjavík þarf nú yfirvegað fólk, að bjarga flokknum frá að missa andlitið með fyrirsjáanlegu fylgistapi, og langvarandi illdeilum, sem stafa alls ekki af málefna ágreiningi. Heldur af pólitískri skákblindu. Þannig sjáum við ekki hvernig við misbjóðum sjálfum okkur og réttlætiskennd flokksfélaga og almennings. Nú þarf Logi gott fólk, að setjast niður með stjórn fulltrúaráðsins í þeim tilgangi, að hún endurskoði þá samþykkt sína, að hafna því tilboði Ágústar að hann skipi annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi.-suður. Metnaður einstaklinga verður þar að víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sæll félagi Logi Már Einarsson. Ástæða þess að ég sendi þetta bréf fyrir framan alþjóð er sú, að ég heyrði skýringu þína í fjölmiðlum þegar út spurðist, að Ágústi Ólafi alþingismanni Samfylkingarinnar hafði verið sparkað niður framboðslista flokksins. Þú sagðir að þetta væri lýðræðislega fengin niðurstað í 14 manna uppstillingarnefnd. Sú skýring þín er alröng. Niðurstaðan var studd með fjórum atkvæðum í stjórn fulltrúaráðsins. (Fjórmenninga klíku að hætti Marxista.) Þar er okkar lýðræði í dag. Vegna góðra kynna við þig Logi er ég sannfærður um að þú hafir ekki fengið aðra vitneskju en þá, að um hafi verið að ræða hóp 14 fulltrúa. Skoðanakönnun Gallup Ég sat sjálfur í 14 manna nefndinni og studdi þar Ágúst Ólaf sitjandi þingmann okkar í fyrsta sæti. Áður en formleg störf uppstillingarnefndar hófust, skýrði ég frá nýrri skoðanakönnun, sem ég hafði vitneskju um. Þegar ég sagði af mér nefndarstörfum og gekk af fundi nefndarinnar, þá tók ég skýrt fram að fyrri vitneskja mín um skoðanakönnun, sem ég bar inn í nefndina í upphafi, félli ekki undir þagnarheit mitt sem nefndarmanns. Ég myndi því skýra frá henni teldi ég þess þörf. Og nú tel ég Logi, fulla þörf að upplýsa flokksfólk um það mál. Þessi skoðanakönnun, sem full ástæða er til að taka mark á sýndi, að í kjördæmi Ágústar mældist Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Könnunin sýndi líka að í kjördæmi Ágústar hafði Samfylkingin hæst hlutfall fylgis hjá ungu fólki. Ég veit Logi, að þér ætti að vera fært að sjá þessa könnun, sem Gallup framkvæmdi. M/fs; Má ekkert segja hér gott um þennan mann? Verkefni uppstillingarnefndar var að raða saman sigurstranglegum lista. Ég benti á, að samkvæmt þessari skoðanakönnun hefðu kjósendur í kjördæmi Ágústar þegar valið, hvað þeim þætti best. Það fellur síðan undir þagnarskyldu mína að þegja yfir sérkennilegum viðbrögðum sumra nefndarmanna við þeim upplýsingum, sem þessi könnun birti okkur. Þau viðbrögð komu mér svo mikið á óvart, að ég missti út úr mér og kallaði yfir salinn; „má ekkert gott segja hér um þennan mann?“ Atkvæðagreiðslur Það var smíðað í reglur nefndarinnar, að ef ekki næðist sátt um skipan listanna þá skildi endanleg ákvörðun fara til kjörinna fulltrúa í stjórn fulltrúaráðsins. Þegar uppstillinganefndin hafði rætt mál Ágústar á mörgum fundum óskaði ég eftir atkvæðagreiðslu til, að kanna stuðning við Ágúst í annað sæti. Svarið var trúboðalegt: Við eigum ekki að ná niðurstöðu með því að bera hvert annað ofurliði með atkvæðum. Þetta er dæmi um Stalíníska vörn móti lýðræði. Það skaut því nokkuð skökku við þegar formaður nefndarinnar tók mál Ágústar Ólafs eitt og sér til atkvæða og ákvörðunar í stjórn fulltrúaráðsins þar, sem hann er formaður. Atkvæða greiðslan var um það, hvort taka ætti tilboði Ágústar um að vera í 2. sæti. Nú er spurt Hvernig var þessi atkvæðagreiðsla í stjórn Fulltrúaráðsins. Var hún í heyranda hljóði eins og aðrar á fundum uppstillingarnefndarinnar? Eða var atkvæðum safnað með símtölum formanns við einn og einn í stjórninni? Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt þannig, að Þrír studdu tilboð Ágústar að vera í öðru sæti í Rvk.suður. Fjórir höfnuðu tilboði þingmanns flokksins um, að taka 2. sæti. Skrípaleikur Ágústi verður sparkað út af þingi með skóför (fjórmenningaklíkunnar) á rassinum. Orðstír klíkunnar mun lengi lifa. Ekki síst vegna þess að þessi skrípaleikur mun draga mjög úr fylgi flokksins í komandi kosningum. Og valda lamandi illdeilum. Þetta veit ég eftir urmul af símtölum frá fólki sem fordæmir aðför stjórnar fulltrúaráðsins að Ágústi Ólafi. Launsátrið. Sporin hræða. Það var ekkert við það að athuga árið 2015 að bjóða fram gegn Árna Páli, formanni. En launsátrið, sem blasti við þjóðinni, þegar tilkynnt var um framboð gegn honum í kvöldfréttum daginn fyrir setningu landsfundar, og vitneskjan um hvernig að því framboði var unnið, ofbauð réttlætiskennd flokksfólks og almennings. Flokkurinn missti andlitið og uppskar almenna skömm og andúð. Fólk vildi ekkert hafa með þannig flokk að gera. Flokkurinn hrundi í öllum kjördæmum og náði hvergi þingmanni nema í Norð-austur kjördæmi. Þar átti Framsóknarflokkurinn í vanda og nærri níu hundruð kjósendur strikuðu Sigmund Davíð út. Framsóknarfólk á Akureyri lét sér ekki nægja að útstrika Sigmund D. Það kaus í staðinn góðan samstarfsmann sinn í Bæjarstjórn Akureyrar Loga Má Einarsson. Þannig björguðu Sigmundur Davíð og Logi Már Samfylkingunni frá örlögum risaeðlanna. Hvað skal gera? Ég veit vel Logi og ég met það við þig, að þú villt ekki blanda þér í skipan framboða í einstöku kjördæmum. En í Reykjavík þarf nú yfirvegað fólk, að bjarga flokknum frá að missa andlitið með fyrirsjáanlegu fylgistapi, og langvarandi illdeilum, sem stafa alls ekki af málefna ágreiningi. Heldur af pólitískri skákblindu. Þannig sjáum við ekki hvernig við misbjóðum sjálfum okkur og réttlætiskennd flokksfélaga og almennings. Nú þarf Logi gott fólk, að setjast niður með stjórn fulltrúaráðsins í þeim tilgangi, að hún endurskoði þá samþykkt sína, að hafna því tilboði Ágústar að hann skipi annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi.-suður. Metnaður einstaklinga verður þar að víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun