Handbolti

Inter­netið fór á hliðina í Dan­mörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bræðurnir, Niklas og Magnus Landin, fagna.
Bræðurnir, Niklas og Magnus Landin, fagna. EPA-EFE/KHALED ELFIQI

Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð.

Jafnræði var með liðunum í raun allan leikinn en á lokasprettinum voru það Danirnir sem voru sterkari. Þeir hafa því unnið tvö heimsmeistaramót í röð.

Það ætlaði allt um koll að keyra í Danmörku er ljóst var að gullið væri á leið til Danmerkur og margir þjóðþekktir einstaklingar fögnuðu.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, horfði að sjálfsögðu á leiknum og óskaði öllum til hamingju. Hún sagði Dani eiga besta markvörð í heimi.

Samgönguráðherrann Benny Engelbrecht óskaði þeim einnig til hamingju og benti á hvernig ljósin á Øresundsbrúnni hafi verið fyrir og eftir leik. Hann óskaði þó Svíunum til hamingju með silfrið.

Pia Merete Kjærsgaard er danskur stjórnmálamaður. Hún er afar umdeild en hún sagði sigurinn mikilvægan í kórónuveirufaraldrinum.

Casper U. Mortensen er á meiðslalistanum. Hann spilar með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona en gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Hann sat heima í stofu og fagnaði.

Fótboltafélög og handboltafélög víðs vegar um heim óskuðu Dönunum til hamingju.

Simon Kjær er fyrirliði danska fótboltalandsliðsins og hann var stoltur af löndum sínum.

Niclas Bendtner sagði leikinn í kvöld vera sýningin hans Landin. Hann birti þessa mynd á Instagram.

Pilou Asbæk er einn frægasti leikari Dana. Hann fagnaði, einn, út í bíl í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×