Körfubolti

NBA dagsins: Spennu­tryllir í stór­leiknum og ó­trú­leg af­greiðsla Lillard

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron James leikur listir sínar í nótt.
LeBron James leikur listir sínar í nótt. Maddie Meyer/Getty Images

Það var mikil dramatík í stórleik næturinnar í NBA körfuboltanum er LA Lakers og Boston mættust í Garðinum. Lakers hafði að endingu betur, 96-95, eftir góðan fjórða leikhluta.

Lakers byrjaði betur og leiddi í hálfleik en frábær þriðji leikhluti kom Boston yfir og gott betur en það. Lakers var sex stigum yfir er rúmlega níutíu sekúndur voru eftir en Boston skoraði sex síðustu stigin. Lokatölur 96-95.

Anthony Davis skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tvær stoðsendingar. LeBron James kom næstur með 21 stig. Hann tók að auki sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Jayson Tatum var magnaður í liði Boston. Hann gerði þrjátíu stig, tók níu fráköst og þrjár stoðsendingar. Jaylen Brown bætti við 28 stigum.

Damian Lillard gerði 44 stig og gaf níu stoðsendingar er Portland vann eins stigs sigur á Chicago, 123-122. Lillard tryggði Portland sigurinn með tveimur þriggja stiga skotum á síðustu átta sekúndunum.

Steph Curry gerði 28 stig er Golden State skoraði 118 stig í sigri á Detroit. Það helsta úr þeim leik ásamt sigri Lakers og Portland og topp tíu tilþrifin má sjá í NBA dagsins.

Klippa: NBA dagsins - 31. janúar

Öll úrslit næturinnar:

Houston - New Orleans 126-112

Portland - Chicago 123-122

Sacramento - Miami 104-105

Milwaukee - Charlotte 114-126

LA Lakers - Boston 96-95

Memphis - San Antonio 129-112

Phoenix - Dallas 111-105

Detroit - Golden State 91-118


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×