Körfubolti

Kefla­vík og ÍR fá rúm­lega tveggja metra menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zvonko Buljan í leik með Telekom Baskets Bonn.
Zvonko Buljan í leik með Telekom Baskets Bonn. Dennis Grombkowski/Getty

Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina.

Keflavík, sem er í öðru sæti deildarinnar, hefur fengið Max Montana en hann er bandarískur leikmaður með þýskt vegabréf.

Max Montana er 2,06 að hæð og hefur meðal annars leikið í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum.

ÍR hefur samið Zvonko Buljan. Hann er miðherji, 33 ára gamall og einnig 2,06 að hæð.

Zvonko Buljan þekkja væntanlega einhverjir körfubolta áhugamenn því í haust lék hann með Njarðvík.

Hann var hins vegar dæmdur í þriggja leikja bann í vetur eftir að hann greip um kynfæri Roberts Stumbris, leikmanns KR.

Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en það sást bersýnilega á myndbandsupptökum sem dæmt var eftir.

ÍR er í sjötta sæti deildarinnar.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×