Körfubolti

Borche: Það sem talað var um í hálf­leik gekk full­kom­lega upp

Andri Már Eggertsson skrifar
Borche var ánægður með sína menn í kvöld.
Borche var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/vilhelm

ÍR svaraði afhroði seinasta leiks með glæsibrag í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Haukum 97-83 og þjálfarinn Borche Ilievski var ánægður í leikslok.

„Þetta var langt frá því að vera fullkominn leikur í kvöld og erum við ennþá að leita af okkar besta takt sem lið þar sem við söknum stóra maninn okkar. Við bætum úr því að hafa ekki fimmuna okkar með svæðisvörn en þegar við förum í maður á mann þá lendum við í vandræðum,” sagði Borche

Borche hrósaði hugarfari leikmanna í kvöld eftir að liðið fékk skell á móti Þór Þorlákshöfn í síðasta leik og snérist undirbúningurinn mikið um að fá menn út úr skelinni í leik kvöldsins.

Þriðji leikhluti ÍR var magnaður þeir hittu úr hverju skoti að fætur öðru og réðu Haukarnir ekkert við sóknarleik þeirra og vann ÍR þriðja leikhluta með 19 stigum.

„Við ræddum um það í hálfleik að við þyrftum að finna taktinn okkar í nokkrar mínútur sem var nákvæmlega það sem gerðist. Evan Singletary var stórkostlegur, ég spilaði á fáum leikmönnum í kvöld sökum mikilvægi leiksins og fengu ungu leikmenn liðsins að líða fyrir það.”

Borche á von á því að nota hópinn sinn meira í næsta leik sem er á mánudaginn þar sem leikmenn verða þreyttir milli leikja og brýndi hann fyrir mönnum að vera klárir þegar kallið kemur.

Söngvar Ghetto Hooligans fengu að hljóma í græjunum ásamt því var verið að lemja á trommu í stúkunni frá þeim sem höfðu leyfi til að vera þar. Borche var ánægður með þessa stemninguna og segir að hans lið finna fyrir stuðningi þó þeir sjá þá ekki og baðst enn og aftur afsökunar á tapi seinasta leiks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×