Jón Arnór: Besti vinur minn lét senda mig út af Atli Arason skrifar 28. janúar 2021 21:26 Jón Arnór var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Bára Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur var vissulega glaður með þriggja stiga sigur á nágrönnunum í Grindavík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild kvenna, lokatölur 81-78. „Ég er mjög ánægður með fyrsta heimasigurinn okkar. Þetta var alveg eins leikur og ég bjóst við því, algjört 50-50,“ sagði Jón í viðtali eftir leik. „Við byrjuðum að spila frábæra vörn í þriðja leikhluta eftir dapran fyrri hálfleik, þar sem við spiluðum enga vörn og lítið flæði í sóknarleiknum og allt of mikið drippl. Svo komum við sterkir til leiks í þriðja leikhluta,“ bætti Jón við. Jón Arnór fékk skurð á handlegginn undir lok leiksins og dómari leiksins sendi hann út af svo Jón náði ekki að klára síðustu sóknirnar. Jón skaut létt á vin sinn, Kristinn Pálsson, sem spilar nú með Grindavík en spilaði áður lengi með Njarðvík. „Kiddi, besti vinur minn, segir við Ísak að ég sé með blóð og lætur þannig henda mér af vellinum,“ sagði Jón Arnór og glottir. Jón átti frábæran leik í kvöld og hefur spilað feikilega vel með liði Njarðvíkur frá því að hann var skyndilega kallaður til baka úr láni frá Breiðablik rétt áður en mótið byrjaði aftur eftir langt hlé vegna heimsfaraldurs. Jón var spurður af því hvernig þetta kom til „Þetta var ekkert sem átti að gerast. Ég var að sækja bróðir minn af æfingu hérna eftir vinnu og þá heyrði Aggi [stjórnarmaður í körfubolta deild Njarðvíkur] í mér, hvort ég hefði áhuga á að koma til baka þar sem það vantaði menn í liðið. Ég ákvað bara að slá til og sé ekki eftir því,“ svaraði Jón Arnór Sverrisson. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 81 - 78 | Aftur tapar Grindavík Njarðvík vann Grindavík með þriggja stiga mun er nágrannaliðin mættust í Dominos deild karla í kvöld, lokatölur 81-78. Var þetta annað tap Grindavíkur í röð. 28. janúar 2021 19:55 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með fyrsta heimasigurinn okkar. Þetta var alveg eins leikur og ég bjóst við því, algjört 50-50,“ sagði Jón í viðtali eftir leik. „Við byrjuðum að spila frábæra vörn í þriðja leikhluta eftir dapran fyrri hálfleik, þar sem við spiluðum enga vörn og lítið flæði í sóknarleiknum og allt of mikið drippl. Svo komum við sterkir til leiks í þriðja leikhluta,“ bætti Jón við. Jón Arnór fékk skurð á handlegginn undir lok leiksins og dómari leiksins sendi hann út af svo Jón náði ekki að klára síðustu sóknirnar. Jón skaut létt á vin sinn, Kristinn Pálsson, sem spilar nú með Grindavík en spilaði áður lengi með Njarðvík. „Kiddi, besti vinur minn, segir við Ísak að ég sé með blóð og lætur þannig henda mér af vellinum,“ sagði Jón Arnór og glottir. Jón átti frábæran leik í kvöld og hefur spilað feikilega vel með liði Njarðvíkur frá því að hann var skyndilega kallaður til baka úr láni frá Breiðablik rétt áður en mótið byrjaði aftur eftir langt hlé vegna heimsfaraldurs. Jón var spurður af því hvernig þetta kom til „Þetta var ekkert sem átti að gerast. Ég var að sækja bróðir minn af æfingu hérna eftir vinnu og þá heyrði Aggi [stjórnarmaður í körfubolta deild Njarðvíkur] í mér, hvort ég hefði áhuga á að koma til baka þar sem það vantaði menn í liðið. Ég ákvað bara að slá til og sé ekki eftir því,“ svaraði Jón Arnór Sverrisson. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 81 - 78 | Aftur tapar Grindavík Njarðvík vann Grindavík með þriggja stiga mun er nágrannaliðin mættust í Dominos deild karla í kvöld, lokatölur 81-78. Var þetta annað tap Grindavíkur í röð. 28. janúar 2021 19:55 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 81 - 78 | Aftur tapar Grindavík Njarðvík vann Grindavík með þriggja stiga mun er nágrannaliðin mættust í Dominos deild karla í kvöld, lokatölur 81-78. Var þetta annað tap Grindavíkur í röð. 28. janúar 2021 19:55