Körfubolti

Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina.
Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina. Getty/Samsett

NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra.

Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni.

Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19.

Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra.

Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum.

„Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins.

Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni.

COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.