„Þetta svíður svakalega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2021 16:40 Guðmundur var ekki sáttur með sóknarleik Íslands í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum. „Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30
„Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24
„Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24
Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05