Handbolti

Twitter yfir leik Ís­lands og Sviss: Mark­verðirnir í aðal­hlut­verkum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nikola Portner, markvörður Sviss, reyndist íslenska landsliðinu erfiður viðureignar í dag.
Nikola Portner, markvörður Sviss, reyndist íslenska landsliðinu erfiður viðureignar í dag. EPA-EFE/Petr Josek

Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18.

Sóknarleikur Íslands var hvorki fugl né fiskur í dag og Nikola Portner - markvörður Sviss - gerði strákunum okkar lífið leitt.  Lítið var skorað í leiknum en Björgvin Páll Gústavsson vakti mikla athygli er hann skoraði tvö mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks.

Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 

Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á föstudaginn kemur, 22. janúar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.