„Verður erfitt að sofna í kvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 16:24 Elliði Snær Viðarsson með gott tak á Andy Schmid í dag. EPA-EFE/URS FLUEELER „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05
Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00