Síðan fæ ég högg beint í smettið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2021 21:28 Gísli Þorgeir átti góðan leik í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk ásamt því að fá einn á lúðurinn sem leiddi til þess að leikmaður Marokkó fékk rautt spjald, eitt af þremur sem mótherjar Íslands fengu í dag. „Sigurinn, að sjálfsögðu. Þetta var mjög erfitt í byrjun, við vissum að það myndi taka smá tíma að komast almennilega inn í leikinn. Við höfðum séð á fundum að lið eru í bölvuðu basli gegn Marokkó, Portúgal voru til að mynda að tapa með fimm í hálfleik og komust ekki í gang fyrr en eftir 40 mínútur gegn þeim,“ sagði Gísli Þorgeir við RÚV beint eftir leik um hvað hefði verið mikilvægast í leik kvöldsins. Hann hélt svo áfram. „Að leiða með fimm mörkum í hálfleik var mjög gott. Mér fannst við gera þetta ágætlega miðað við að Marokkó er alls ekki jafn auðveldur mótherjir og margir halda.“ Marokkó gerði sitt besta til að taka Gísla Þorgeir úr umferð en hann var ánægður með hvernig liðið leysti það. „Það er þetta sem handbolti snýst oft um, þetta er oft á tíðum skák. Mér fannst við leysa þetta mjög vel. Náðum að leysa þetta þannig að Viggó (Kristjánsson) náði að komast einn á einn gegn sínum manni.“ Að lokum var Gísli Þorgeir spurður út í höggið sem hann fékk. „Ég er bara að keyra upp í venjulega fintu og fæ síðan högg beint í smettið. Ég veit ekkert hvað gerðist eftir það eða hvert boltinn fór. Man eiginlega bara að þetta var ekkert spes,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson að lokum við RÚV að loknum átta marka sigri Íslands gegn Marokkó. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk ásamt því að fá einn á lúðurinn sem leiddi til þess að leikmaður Marokkó fékk rautt spjald, eitt af þremur sem mótherjar Íslands fengu í dag. „Sigurinn, að sjálfsögðu. Þetta var mjög erfitt í byrjun, við vissum að það myndi taka smá tíma að komast almennilega inn í leikinn. Við höfðum séð á fundum að lið eru í bölvuðu basli gegn Marokkó, Portúgal voru til að mynda að tapa með fimm í hálfleik og komust ekki í gang fyrr en eftir 40 mínútur gegn þeim,“ sagði Gísli Þorgeir við RÚV beint eftir leik um hvað hefði verið mikilvægast í leik kvöldsins. Hann hélt svo áfram. „Að leiða með fimm mörkum í hálfleik var mjög gott. Mér fannst við gera þetta ágætlega miðað við að Marokkó er alls ekki jafn auðveldur mótherjir og margir halda.“ Marokkó gerði sitt besta til að taka Gísla Þorgeir úr umferð en hann var ánægður með hvernig liðið leysti það. „Það er þetta sem handbolti snýst oft um, þetta er oft á tíðum skák. Mér fannst við leysa þetta mjög vel. Náðum að leysa þetta þannig að Viggó (Kristjánsson) náði að komast einn á einn gegn sínum manni.“ Að lokum var Gísli Þorgeir spurður út í höggið sem hann fékk. „Ég er bara að keyra upp í venjulega fintu og fæ síðan högg beint í smettið. Ég veit ekkert hvað gerðist eftir það eða hvert boltinn fór. Man eiginlega bara að þetta var ekkert spes,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson að lokum við RÚV að loknum átta marka sigri Íslands gegn Marokkó.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00