Handbolti

HK keyrði yfir FH í síðari hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir og stöllur voru frábærar í síðari hálfleik.
Kristín Guðmundsdóttir og stöllur voru frábærar í síðari hálfleik. vísir/bára

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik keyrði HK yfir FH er liðin mættust í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í dag. FH skoraði sex mörk í síðari hálfleik og lokatölur 33-21.

HK var sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en FH kom sterkt til baka og náði að komast aftur áður en fyrri hálfleik lauk. FH leiddi í hálfleik 15-14.

HK byrjaði síðari hálfleikinn á 12-1 kafla. Ótrúlegur viðsnúningur og komust þær níu mörkum yfir, 25-16, áður en FH náði að skora annað mark sitt í síðari hálfleik.

Þá var um stundarfjórðungur eftir og HK með mikla yfirburði svo spennan var ekki mikil undir lok leiksins. Lokatölur 33-21.

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sjö mörk og var markahæst hjá HK. Sigríður Hauksdóttir og Kristín Guðmundsdóttir skoruðu sex mörk hvor.

Emilía Ósk Steinarsdóttir var í sérflokki í liði FH og skoraði hún tíu mörk. Ragnheiður Tómasdóttir kom næst með fjögur mörk.

FH er enn án stiga á botni deildarinnar en en HK er með fjögur stig eftir umferðirnar fjórar.

FH leikur næst gegn Val á þriðjudag en HK fer norður og mætir KA/Þór.

Á sama tíma vann Valur sigur á Stjörnunni en klukkan 16.00 er það leikur Hauka og KA/Þór. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.