Eigum að gera betur varnarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:45 Dagur Kár var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. „Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti