Eigum að gera betur varnarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:45 Dagur Kár var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. „Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira