Innlent

Formaður BHM fær mótframboð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið formaður BHM frá árinu 2015. Hún gefur áfram kost á sér.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið formaður BHM frá árinu 2015. Hún gefur áfram kost á sér. Vísir/Vilhelm

Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, greindi formönnum aðildarfélaga BHM frá því í gær að hún gæfi kost á sér sem næsti formaður stéttarfélagsins.

Hún býður sig fram gegn sitjandi formanni, Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem hefur einnig tilkynnt um framboð sitt.

Maríanna greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í gær þar sem hún segist hafa fulla trú á því að hún nái að vinna:

„Þetta verður án efa góður kosningaslagur sem ég hef fulla trú á að ég nái að vinna með stuðningi þeirra sem til mín þekkja. Ég hlakka til að takast á við þær krefjandi vikur sem eru framundan!“

Í dag greindi ég formönnum aðildarfélaga BHM frá þeirri ákvörðun minni að ég gæfi kost á mér sem næsti formaður BHM. Ég...

Posted by Maríanna Hugrún Helgadóttir on Wednesday, January 13, 2021

Formaður BHM er kjörinn á aðalfundi. Aukaaðalfundur fór fram í lok nóvember og samkvæmt lögum félagsins sem samþykkt voru þá skal aðalfund halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Formannaráð undirbýr aðalfund og ákveður dagsetningu hans á fundi í síðasta lagi í febrúar.

Svo virðist sem dagsetning aðalfundar í ár hafi ekki verið ákveðin, að minnsta kosti er ekki að finna neinar nýlegar upplýsingar um málið á vef BHM.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.