Falsfréttir og springandi hvaldýr Arnór Bragi Elvarsson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fjölmiðlar Dýr Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun