Falsfréttir og springandi hvaldýr Arnór Bragi Elvarsson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fjölmiðlar Dýr Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun