Viðspyrna okkar allra 2021 Þórir Garðarsson skrifar 5. janúar 2021 10:00 Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun