Körfubolti

Fjórtán íslensk stig á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valencia er á fljúgandi siglingu með Martin innanborðs.
Valencia er á fljúgandi siglingu með Martin innanborðs. Juan Navarro/Getty

Martin Hermannsson var í sigurliði en Haukur Helgi Pálsson tapliði er lið þeirra, Valencia og Andorra, voru í eldlínunni í spænska körfuboltanum í kvöld.

Martin skoraði níu stig og tók eitt frákast er Valencia vann ellefu stiga sigur á Badalona, 91-80, en Valencia er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar.

Þeir eru á mikilli siglingu en þeir hafa unnið sjö leiki í röð.

Haukur Helgi og félagar töpuðu 75-69 gegn spænska risanum í Real Madrid. Haukur Helgi skoraði fimm stig og tók sex fráköst en sigur Real var aldrei í hættu.

Andorra er í ellefta sæti deildarinnar en Real er á toppnum.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×