Féll þrisvar sinnum í yfirlið en fékk enga aðstoð Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. apríl 2010 20:16 Lára fékk enga aðstoð frá nærstöddum þegar að hún féll í yfirlið í Grafarvogslaug. Mynd/ Valgarður. Lára Ósk Ásgrímsdóttir fór í sund í Grafarvogslaug á föstudaginn í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði liðið þrisvar sinnum yfir hana inni í búningsklefa án þess að nokkur kæmi henni til aðstoðar. „Ég fór í sund og var þarna í svona klukkutíma eða eitthvað. Ég var í sturtunni og byrjaði að svima og vaknaði svo á gólfinu," segir Lára. Hún segist ekki hafa skilið hvað hún væri að gera á gólfinu. „Ég man að það voru þrjár konur sem horfðu á mig, sem eru bara í sínum sturtum," segir Lára. Konurnar hafi ekkert brugðist við. Lára telur svo að hún hafi vankast aftur. Hún hafi svo staðið aftur upp og sest á bekk. Þá hafi komið gömul kona og spurt sig hvort ekki væri allt í lagi. „Svo vaknaði ég bara aftur á bekknum og þá hafði liðið yfir mig aftur þar," segir Lára. Hún hafi síðan farið heim til sín og þaðan á spítala. Þar hafi hún verið lungann úr deginum til þess að láta kanna hvað hefði gerst. Í ljós hafi komið að það væri einhver æð í líkamanum sem hafi ekki starfað eðlilega. Lára segir að mamma sín hafi hringt í Hafliða Halldórsson, forstöðumann laugarinnar, og gert athugasemdir við að ekki væri gæsla í búningsklefanum. Hafliði segir í samtali við Vísi að Grafarvogslaug sé alltaf með laugarvörð á vakt eins og gerð sé krafa um í reglugerðum. Þá sé starfsmaður sem sjái um þrif í búningsklefa. Jafnframt sé Íþrótta- og tómstundaráð með samning við Fræðslumiðstöð um starfsmann sem gæti búningsklefanna á þeim tíma sem skólasund fer fram. Hins vegar beri sundlauginni engin skylda til þess að vera með stöðuga gæslu í búningsklefa. „Það eina sem okkur ber skylda til gagnvart vinnu- og heilbrigðiseftirliti er að vera með laugarverði," segir Hafliði. Fólk sé því á eigin ábyrgð inni í búningsklefa. Hann segist skilja að fólk telji eðlilegt að það eigi að vera gæsla inni í klefa. Baðverðir hafi verið áberandi í laugunum áður fyrr. „En svoleiðis er það bara ekki lengur," segir Hafliði. Aðspurður segir Hafliði að það komi sér mjög á óvart að enginn hafi aðstoðað Láru og að enginn hafi látið starfsfólk laugarinnar vita af þessu atviki. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Lára Ósk Ásgrímsdóttir fór í sund í Grafarvogslaug á föstudaginn í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði liðið þrisvar sinnum yfir hana inni í búningsklefa án þess að nokkur kæmi henni til aðstoðar. „Ég fór í sund og var þarna í svona klukkutíma eða eitthvað. Ég var í sturtunni og byrjaði að svima og vaknaði svo á gólfinu," segir Lára. Hún segist ekki hafa skilið hvað hún væri að gera á gólfinu. „Ég man að það voru þrjár konur sem horfðu á mig, sem eru bara í sínum sturtum," segir Lára. Konurnar hafi ekkert brugðist við. Lára telur svo að hún hafi vankast aftur. Hún hafi svo staðið aftur upp og sest á bekk. Þá hafi komið gömul kona og spurt sig hvort ekki væri allt í lagi. „Svo vaknaði ég bara aftur á bekknum og þá hafði liðið yfir mig aftur þar," segir Lára. Hún hafi síðan farið heim til sín og þaðan á spítala. Þar hafi hún verið lungann úr deginum til þess að láta kanna hvað hefði gerst. Í ljós hafi komið að það væri einhver æð í líkamanum sem hafi ekki starfað eðlilega. Lára segir að mamma sín hafi hringt í Hafliða Halldórsson, forstöðumann laugarinnar, og gert athugasemdir við að ekki væri gæsla í búningsklefanum. Hafliði segir í samtali við Vísi að Grafarvogslaug sé alltaf með laugarvörð á vakt eins og gerð sé krafa um í reglugerðum. Þá sé starfsmaður sem sjái um þrif í búningsklefa. Jafnframt sé Íþrótta- og tómstundaráð með samning við Fræðslumiðstöð um starfsmann sem gæti búningsklefanna á þeim tíma sem skólasund fer fram. Hins vegar beri sundlauginni engin skylda til þess að vera með stöðuga gæslu í búningsklefa. „Það eina sem okkur ber skylda til gagnvart vinnu- og heilbrigðiseftirliti er að vera með laugarverði," segir Hafliði. Fólk sé því á eigin ábyrgð inni í búningsklefa. Hann segist skilja að fólk telji eðlilegt að það eigi að vera gæsla inni í klefa. Baðverðir hafi verið áberandi í laugunum áður fyrr. „En svoleiðis er það bara ekki lengur," segir Hafliði. Aðspurður segir Hafliði að það komi sér mjög á óvart að enginn hafi aðstoðað Láru og að enginn hafi látið starfsfólk laugarinnar vita af þessu atviki.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira