„Hómófóbía á sér margar birtingarmyndir“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. maí 2013 11:43 Grétar Einarsson hjá Hinsegin í Kristi segist ekki hafa orðið var við hómófóbíu innan Þjóðkirkjunnar persónulega. Á föstudag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu og af því tilefni verður haldin bænastund í Guðríðarkirkju undir yfirskriftinni „Ótti er ekki í elskunni“. Það er Hinsegin í Kristi, samkirkjulegur trúarhópur LGBTT-fólks (Lesbian, Gay, Bisexual, Transvestite, Transsexual), sem stendur fyrir bænastundinni ásamt Sigríði Guðmarsdóttur sóknarpresti. Í tilkynningu frá trúarhópnum segir: „Hómófóbía og transfóbía er ekki bundin við trúfélög en það má þó segja að sýnileiki hennar sé oft á tíðum hvað fyrirferðamestur þar. Víða er kristin trú misnotuð í þeim tilgangi að verja aðgerðir gegn mannréttindum og mannlegri reisn og tilvist LGBTT-fólks um allan heim og oft á tíðum til að verja andlegt og líkamlegt ofbeldi, útskúfun, einangrun og mannfyrirlitningu.“ Grétar Einarsson hjá Hinsegin í Kristi segist ekki hafa orðið var við hómófóbíu innan Þjóðkirkjunnar persónulega. „Þjóðkirkjan hefur breyst gífurlega mikið á mjög stuttum tíma. Við erum mjög vel stödd hér á landi varðandi löggjöf og mikið af Þjóðkirkjufólki er mjög umburðarlynt í garð okkar. Ég myndi því segja að kirkjan væri ekki hómófóbískari en samfélagið sem slíkt þó auðvitað séu deildar meiningar um það.“ Grétar segir hómófóbíu eiga sér margar birtingarmyndir og vera víðtækari í samfélaginu en margir telja. „Það má til dæmis rifja upp ýmis viðbrögð á netinu varðandi hælisumsókn Afríkumannsins um daginn, sem voru í raun og veru hómófóbísk.“ Bænastundin hefst klukkan 20:15 á föstudag og eru allir velkomnir. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Á föstudag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu og af því tilefni verður haldin bænastund í Guðríðarkirkju undir yfirskriftinni „Ótti er ekki í elskunni“. Það er Hinsegin í Kristi, samkirkjulegur trúarhópur LGBTT-fólks (Lesbian, Gay, Bisexual, Transvestite, Transsexual), sem stendur fyrir bænastundinni ásamt Sigríði Guðmarsdóttur sóknarpresti. Í tilkynningu frá trúarhópnum segir: „Hómófóbía og transfóbía er ekki bundin við trúfélög en það má þó segja að sýnileiki hennar sé oft á tíðum hvað fyrirferðamestur þar. Víða er kristin trú misnotuð í þeim tilgangi að verja aðgerðir gegn mannréttindum og mannlegri reisn og tilvist LGBTT-fólks um allan heim og oft á tíðum til að verja andlegt og líkamlegt ofbeldi, útskúfun, einangrun og mannfyrirlitningu.“ Grétar Einarsson hjá Hinsegin í Kristi segist ekki hafa orðið var við hómófóbíu innan Þjóðkirkjunnar persónulega. „Þjóðkirkjan hefur breyst gífurlega mikið á mjög stuttum tíma. Við erum mjög vel stödd hér á landi varðandi löggjöf og mikið af Þjóðkirkjufólki er mjög umburðarlynt í garð okkar. Ég myndi því segja að kirkjan væri ekki hómófóbískari en samfélagið sem slíkt þó auðvitað séu deildar meiningar um það.“ Grétar segir hómófóbíu eiga sér margar birtingarmyndir og vera víðtækari í samfélaginu en margir telja. „Það má til dæmis rifja upp ýmis viðbrögð á netinu varðandi hælisumsókn Afríkumannsins um daginn, sem voru í raun og veru hómófóbísk.“ Bænastundin hefst klukkan 20:15 á föstudag og eru allir velkomnir.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira