Innlent

Íslenskar bókmenntir í Gautaborg

Frá bókasýningunni í fyrra.
Frá bókasýningunni í fyrra. mynd/Götenburg book fair
Norðurlöndin verða í brennidepli á bókasýningunni í Gautaborg í ár en hún verður haldin dagana 27. til 30. september. Fjölmargir íslenskir rithöfunar koma fram, kynna verk sín og ræða þau.

Sýning er stærst sinnar tegundar í Skandinavíu, með yfir 100 þúsund gesti. Norræna sýningarsvæðið verður opnað á morgun, að Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, viðstaddri.

Síðar um daginn verður sjónum beint að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á norsku, dönsku og sænsku. Útgáfan er eitt stærsta þýðingarverkefni sem lagt hefur verið í á heimsvísu.

Hægt er að lesa nánar um bókasýninguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×