Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Svanur Guðmundsson skrifar 5. maí 2020 15:00 Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Icelandair Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun