Jordan vildi frekar semja við Adidas en við Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 16:30 Michael Jordan með Air Jordan skóna sem urðu vinsælustu körfuboltaskór heims. EPA/PAUL HILTON Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag. NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag.
NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30