Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Myndin sem Sam Smith dró upp af Michael Jordan í bókinni The Jordan Rules var önnur en aðdáendur hans þekktu. vísir/getty Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli. NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli.
NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30