Skallagrímur komst upp í 3. sæti Domino's deildar kvenna með sigri á Haukum, 69-76, í Ólafssal í dag.
Þetta var fyrsti leikur Hauka eftir að Ólöfu Helgu Pálsdóttur var sagt upp störfum sem þjálfara liðsins. Bjarni Magnússon stýrði Haukum í dag.
Keira Robinson skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Skallagrím sem var fjórum stigum yfir í hálfleik, 29-33. Emile Sofie Hassedal skoraði 14 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Borgnesinga.
Þrír leikmenn Skallagríms spiluðu allar 40 mínúturnar í leiknum og varamenn liðsins skoruðu aðeins eitt stig. Það kom ekki að sök.
Randi Brown skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst í liði Hauka sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 16 stig en þær Brown skoruðu samtals 47 af 69 stigum Hauka í leiknum.
Bikarmeistarar Skallagríms, sem hafa unnið tvo leiki í röð, eru í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 4. sætinu og á leik til góða. Haukar eru í 5. sætinu með 26 stig.
Haukar-Skallagrímur 69-76 (18-22, 11-11, 15-18, 25-25)
Haukar: Randi Keonsha Brown 31/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 16/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/4 fráköst/11 stoðsendingar/5 stolnir, Karen Lilja Owolabi 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.
Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 26/10 fráköst/6 stoðsendingar, Mathilde Colding-Poulsen 19, Maja Michalska 15/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 14/12 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/6 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 1, Heiður Karlsdóttir 0, Lisbeth Inga Kristófersdóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0.
