Herra Njarðvík og Herra Keflavík urðu Íslandsmeistarar saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason hafa unnið marga titla, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Samsett/Vísir Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson. Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson.
Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira