Herra Njarðvík og Herra Keflavík urðu Íslandsmeistarar saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason hafa unnið marga titla, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Samsett/Vísir Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson. Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson.
Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira