Handbolti

Guðjón Valur tekur við Gummersbach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Gummersbach á sínum tíma en hann er nú tekinn við liðinu.
Guðjón Valur í leik með Gummersbach á sínum tíma en hann er nú tekinn við liðinu. Vísir/EPA

Guðjón Valur Sigurðsson verður næsti þjálfari þýska B-deildarliðsins Gummersbach samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Gummersbach.

Guðjón Valur tilkynnti á þriðjudaginn að hann væri hættur í handbolta eftir langan og farsælan feril.

Í viðtali við Sportið í dag sagðist hann ætla að reyna fyrir sér í þjálfun og er nú kominn með sitt fyrsta starf á þeim vettvangi.

Guðjón Valur lék með Gummersbach á árunum 2005-08. Á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu varð hann markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar.

Á síðasta tímabili endaði Gummersbach í 4. sæti þýsku B-deildarinnar.

Guðjón Valur verður annar Íslendingurinn sem þjálfar Gummersbach. Alfreð Gíslason stýrði liðinu á árunum 2006-08.

Guðjón Valur verður gestur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport annað kvöld.

„Guðjón er einn sig­ur­sæl­asti og besti hand­knatt­leiks­leikmaður síðustu tvo áratugi. Hann var magnaður leikmaður og er spennt­ur fyr­ir nýja starf­inu sem þjálf­ari,“ sagði Christoph Schindler, formaður Gum­mer­bach á heimasíðu félagsins.


Tengdar fréttir

Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals

Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær.

Guðjón Valur hættur

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.