Ferðamenn og umhverfisáhrif Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Tengdar fréttir Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun