Innlent

Lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu framhaldsskólakennara

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/hrönn
Bandalags háskólamanna lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu framhaldsskólakennara og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM.

Fram kemur í tilkynningunni að BHM deili þeirri sýn Kennarasambands Íslands að setja þurfi menntun í forgang á íslenskum vinnumarkaði og skorar á viðsemjendur framhaldsskólakennara að leggja allt kapp á að samningar takist tafarlaust.

Í dag hófst þriðja vika í verkfalli framhaldsskólakennara en kennarar eru vongóðir að ná samningum í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×