Erlent

Strauss-Kahn kemur fyrir dómara á morgun

Mynd/AP
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kemur fyrir dómara í New York á morgun en áður var talið að hann þyrfti ekki mæta í réttarsal fyrr en um miðjan næsta mánuð. Ekki liggur hvers vegna honum er gert að mæta fyrir dómarann en samkvæmt AP-fréttaveitunni snýst málið um stofufangelsið sem Strauss-Kahn hefur verið í frá því að hann var látinn laus úr fangelsi 19. maí síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×