Lífið

Ekkert partí í Venesúela

Tiesto hefur frestað tónleikum sínum sem áttu að fara fram í Venesúela
Tiesto hefur frestað tónleikum sínum sem áttu að fara fram í Venesúela Vísir/getty
Hollenski plötusnúðurinn Tiesto hefur frestað tónleikum sínum sem áttu að fara fram þann 4. apríl næstkomandi í Metropolitan University, í Karakas, höfuðborg Venesúela.

Ástæðan er sú að miklar óeirðir hafa verið í landinu að undanförnu og sagði Tiesto í samtali við AP-fréttastofuna að nú væri ekki tími til þess að djamma í Venesúela.

Tiesto er einn vinsælasti og tekjuhæsti plötusnúður heims og rukkar samkvæmt lista Forbes hvorki meira né minna en um 28 milljónir króna fyrir þriggja klukkustunda langa tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.