Lífið

Nettur sóði með hræðilegt tímaskyn

Í fimmta þætti Prófíls heimsækir Sunneva Sverrisdóttir grínistann Steinþór Hróar Steinþórsson, sem er betur þekktur undir nafninu Steindi Jr. Sunneva kíkir heim til Steinda, hittir ættingja hans og vini ásamt því að fylgja honum eftir í daglegu amstri. 

Steindi, sem öðlaðist landsfrægð með sjónvarpsþáttunum Steindinn Okkar, viðurkennir fúslega að hafa hræðilegt tímaskyn og hafa foreldrar hans það til siðs að boða hann ávallt klukkutíma á undan áætlun í öll fjölskylduboð til að hann mæti um það bil á réttum tíma. 

Þá segir Sigrún Sigurðardóttir, kærasta Steinda, hann vera nettan sóða en nánast alltaf í góðu skapi.

„Þegar við kynntumst hélt ég að hann væri ekki að sýna mér hinn rétta sig,“ segir Sigrún. „Mér fannst svo furðulegt að einhver gæti verið með svona mikið jafnaðargeð.“

Í þættinum fáum við einnig að fylgjast með Steinda í upptökuverinu og við tökur á útvarpsþættinum FM95Blö með Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.