Lífið

Höfundur That Thing You Do og Sta­cy‘s Mom lést úr Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Adam Schlesinger á tónleikum í New York árið 2012.
Adam Schlesinger á tónleikum í New York árið 2012. Getty

Adam Schlesinger, bassaleikari bandarisku sveitarinnar Fountains of Wayne, er látinn, 52 ára að aldri.

Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist af völdum Covid-19 á sjúkrahúsi í New York í gær.

Schlesinger var annar höfunda lagsins Stacy‘s Mom, smells Fountains of Wayne frá árinu 2003, sem naut mikilla vinsælda. Í myndbandi lagsins fór fyrirsætan Rachel Hunter með eitt hlutverkanna.

Árið 1996 samdi hann titillag kvikmyndar Tom Hanks, That Thing You Do, sem flutt var af sveitinni Wonders í myndinni. Hlut hann Óskarstilnefninu fyrir lagið.

Schlesinger var iðinn við að semja tónlist við kvikmyndir og þannig vann hann bæði til Emmy og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina við þættina Crazy Ex Girlfriend og jólaþáttinn A Colbert Christmas frá árinu 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.